Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 21:01 Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira