200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2021 16:14 Ráðherrar kynntu framhald aðgerða á blaðamannafundi í Reykjanesbæ. Vísir/Sigurjón Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að skólastarf verði háð sömu takmörkunum en nemendur fæddir eftir 2006 fái að taka grímuna niður í skólastofu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra segir að áfram verði unnið að greiningu á því hvaða vörn bólusetning veiti gegn alvarlegum veikindum. Um helmingur einstaklinga í einangrun eru á fyrstu viku veikinda og því of snemmt að segja til um hvaða áhrif bólusetning muni hafa á þessa einstaklinga. Halda áfram samtali við hagsmunaaðila Aldrei hafa fleiri verið í einangrun með Covid-19 hér á landi. Að sögn Þórólfs hefur fjöldinn þó ekki jafn mikla þýðingu nú þar sem stærstur hluti þjóðarinnar sé fullbólusettur. Svandís lagði áherslu á að ríkisstjórnin myndi halda áfram samtali sínu við hagsmunaaðila, þar á meðal innan atvinnulífsins, menningargeirans og íþróttahreyfingarinnar, um framhald innanlandsaðgerða. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði að almennar reglur um skólastarf verði útfærðar í samráði við skólasamfélagið. Fram undan séu fundir með stjórnendum innan skólakerfisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir á blaðamannafundi Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag. 10. ágúst 2021 15:00 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að skólastarf verði háð sömu takmörkunum en nemendur fæddir eftir 2006 fái að taka grímuna niður í skólastofu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra segir að áfram verði unnið að greiningu á því hvaða vörn bólusetning veiti gegn alvarlegum veikindum. Um helmingur einstaklinga í einangrun eru á fyrstu viku veikinda og því of snemmt að segja til um hvaða áhrif bólusetning muni hafa á þessa einstaklinga. Halda áfram samtali við hagsmunaaðila Aldrei hafa fleiri verið í einangrun með Covid-19 hér á landi. Að sögn Þórólfs hefur fjöldinn þó ekki jafn mikla þýðingu nú þar sem stærstur hluti þjóðarinnar sé fullbólusettur. Svandís lagði áherslu á að ríkisstjórnin myndi halda áfram samtali sínu við hagsmunaaðila, þar á meðal innan atvinnulífsins, menningargeirans og íþróttahreyfingarinnar, um framhald innanlandsaðgerða. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði að almennar reglur um skólastarf verði útfærðar í samráði við skólasamfélagið. Fram undan séu fundir með stjórnendum innan skólakerfisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir á blaðamannafundi Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag. 10. ágúst 2021 15:00 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir á blaðamannafundi Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag. 10. ágúst 2021 15:00
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent