Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2021 12:30 Hlaupagarpurinn og hlaðvarpskóngurinn Snorri Björns talaði um hlaup og gaf góð ráð í morgunþættinum Brennslunni á FM957. „Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni. Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira