Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Eriksen sendi stúlkunni ungu baráttukveðjur. Stuart Franklin/Pool via AP Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01