Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Eriksen sendi stúlkunni ungu baráttukveðjur. Stuart Franklin/Pool via AP Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram