„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 18:32 Kári var gestur Birgis Olgeirssonar fréttamanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10