Urriðinn í dalnum bara stækkar Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2021 08:57 Laxárdalurinn er hægt og rólega að verða eitt áhugaverðasta urriðaveiðisvæði landsins og það er ekkert skrítið að menn sæki þangað á hverju ári. Laxárdalurinn er það veiðivæði sem greinarhöfundur telur að sé eitt það magnaðasta á landinu til að veiða stóra urriða enda eru fiskarnir þarna bara að stækka eftir að veitt og sleppt var alfarið komið á. Urriðar yfir 60 sm þóttu á sínum tíma vera stórir og það þótti mikið afrek að eltast við slíkan fisk og ná honum. Nú er staðan orðinn þannig eftir nokkur ár af Veitt og Sleppt að það þykir ekkert sérstaklega merkilegt, en vel gert engu að síður, að setja í urriða í kringum 60 sm því núna er nýtt viðmið í dalnum meira og minna um og yfir 70 sm. Bjarni Höskuldsson sem þekkir Laxárdalinn eins og handabakið á sér setti í fimm urriða um daginn í stærðum 69-72 sm og allt á þurrflugu og mjúka stöng fyrir línu #4. Þetta er svæði sem allri veiðimenn og veiðikonur ættu að prófa í það minnsta einu sinni og við ráðleggjum þeim sem eru að koma þangað í fyrsta skipti að klárlega bóka sér leiðsögumann, það getur munað öllu á þessu svæði, sem og reyndar öllum svæðum sem veiðimenn eru að koma á í fyrsta skipti. Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Laxárdalurinn er það veiðivæði sem greinarhöfundur telur að sé eitt það magnaðasta á landinu til að veiða stóra urriða enda eru fiskarnir þarna bara að stækka eftir að veitt og sleppt var alfarið komið á. Urriðar yfir 60 sm þóttu á sínum tíma vera stórir og það þótti mikið afrek að eltast við slíkan fisk og ná honum. Nú er staðan orðinn þannig eftir nokkur ár af Veitt og Sleppt að það þykir ekkert sérstaklega merkilegt, en vel gert engu að síður, að setja í urriða í kringum 60 sm því núna er nýtt viðmið í dalnum meira og minna um og yfir 70 sm. Bjarni Höskuldsson sem þekkir Laxárdalinn eins og handabakið á sér setti í fimm urriða um daginn í stærðum 69-72 sm og allt á þurrflugu og mjúka stöng fyrir línu #4. Þetta er svæði sem allri veiðimenn og veiðikonur ættu að prófa í það minnsta einu sinni og við ráðleggjum þeim sem eru að koma þangað í fyrsta skipti að klárlega bóka sér leiðsögumann, það getur munað öllu á þessu svæði, sem og reyndar öllum svæðum sem veiðimenn eru að koma á í fyrsta skipti.
Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði