Samstarf hafið við Namayingo hérað í Úganda Heimsljós 6. ágúst 2021 15:30 Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára. Ísland á nú í þróunarsamvinnu við þrjú héruð í Úganda, en samstarfi við það þriðja, Namayingo, var formlega ýtt úr vör fyrr í sumar. Fyrir á Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe. Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára, upp að átta milljónum bandaríkjadala, og byggir á héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Ítarleg undirbúningsvinna hefur staðið yfir síðastliðið ár með aðkomu fjölmargra haghafa. Tveggja daga hátíð var haldin þegar samstarfið hófst formlega, þann 2. júní síðastliðinn. Margvísleg atriði voru á hátíðardagskránni; ræður, tónlist og dans. Forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, Þórdís Sigurðardóttir, undirstrikaði í ræðu sinni vægi menntunar til að draga úr fátækt og stuðla að jafnrétti og valdeflingu. Þá var trjám plantað og búnaður formlega afhentur héraðsstjórnvöldum. Næsta dag voru þrír skólar heimsóttir sem fyrstir munu njóta góðs af samstarfinu. Íbúar, starfsmenn og nemendur skólanna báru hitann og þungann af undirbúningi hátíðarhaldanna. Ríkti þar gleði og eftirvænting og nemendur og þorpsbúar sungu, dönsuðu og léku leikrit. Loks var götu í Namayingo gefið heitið Íslandsgata (Iceland Road) sem þakklætisvott íbúa Namayingo til Íslendinga. Styrkir Íslands á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu í héraðinu. Verkefnin verða framkvæmd undir forystu héraðsstjórnvalda í Namayingo með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Margir komu að undirbúningi samstarfsins, þar á meðal þau ráðuneyti í Úganda sem með málaflokkana fara, héraðsstjórnvöld, ráðgjafar, borgarasamtök, aðilar frá einkageiranum og íbúar í Namayingo, auk sendiráðs Íslands í Kampala og utanríkisráðuneytisins á Íslandi. Fyrsti fundur stýrihópsfundur samstarfsaðila var haldinn 2. júní þar sem farið var yfir helstu markmið. Yfirmarkmið samstarfsins er að draga úr fátækt og bæta lífsskilyrði 150 þúsund íbúa sem búsettir eru í 208 þorpum í strandbyggðum héraðsins. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu skólastarfs í grunnskólum, bæði með skólabyggingum og umbótastarfi í kennslu. Annað áherslumál er að auka aðgengi íbúa að hreinu vatni og bæta salernisaðstöðu og hreinlæti, til að draga úr vatnsbornum sjúkdómum og halda aftur af útbreiðslu COVID-19. Þá eru mannréttindi, jafnrétti og umhverfismál samþætt í verkefnin og sérstök markmið sett um þau málefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Ísland á nú í þróunarsamvinnu við þrjú héruð í Úganda, en samstarfi við það þriðja, Namayingo, var formlega ýtt úr vör fyrr í sumar. Fyrir á Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe. Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára, upp að átta milljónum bandaríkjadala, og byggir á héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Ítarleg undirbúningsvinna hefur staðið yfir síðastliðið ár með aðkomu fjölmargra haghafa. Tveggja daga hátíð var haldin þegar samstarfið hófst formlega, þann 2. júní síðastliðinn. Margvísleg atriði voru á hátíðardagskránni; ræður, tónlist og dans. Forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, Þórdís Sigurðardóttir, undirstrikaði í ræðu sinni vægi menntunar til að draga úr fátækt og stuðla að jafnrétti og valdeflingu. Þá var trjám plantað og búnaður formlega afhentur héraðsstjórnvöldum. Næsta dag voru þrír skólar heimsóttir sem fyrstir munu njóta góðs af samstarfinu. Íbúar, starfsmenn og nemendur skólanna báru hitann og þungann af undirbúningi hátíðarhaldanna. Ríkti þar gleði og eftirvænting og nemendur og þorpsbúar sungu, dönsuðu og léku leikrit. Loks var götu í Namayingo gefið heitið Íslandsgata (Iceland Road) sem þakklætisvott íbúa Namayingo til Íslendinga. Styrkir Íslands á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu í héraðinu. Verkefnin verða framkvæmd undir forystu héraðsstjórnvalda í Namayingo með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Margir komu að undirbúningi samstarfsins, þar á meðal þau ráðuneyti í Úganda sem með málaflokkana fara, héraðsstjórnvöld, ráðgjafar, borgarasamtök, aðilar frá einkageiranum og íbúar í Namayingo, auk sendiráðs Íslands í Kampala og utanríkisráðuneytisins á Íslandi. Fyrsti fundur stýrihópsfundur samstarfsaðila var haldinn 2. júní þar sem farið var yfir helstu markmið. Yfirmarkmið samstarfsins er að draga úr fátækt og bæta lífsskilyrði 150 þúsund íbúa sem búsettir eru í 208 þorpum í strandbyggðum héraðsins. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu skólastarfs í grunnskólum, bæði með skólabyggingum og umbótastarfi í kennslu. Annað áherslumál er að auka aðgengi íbúa að hreinu vatni og bæta salernisaðstöðu og hreinlæti, til að draga úr vatnsbornum sjúkdómum og halda aftur af útbreiðslu COVID-19. Þá eru mannréttindi, jafnrétti og umhverfismál samþætt í verkefnin og sérstök markmið sett um þau málefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent