Kanadísku stelpurnar Ólympíumeistarar eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 14:55 Kandadísku stelpurnar Deanne Rose og Shelina Zadorsky fagna sigri í vítakeppninni. AP/Fernando Vergara Kanada tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Svíþjóð í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira