Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:42 Hættumat verður gert fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki. Foto: Sauðárkrókur,Skagafjörður,dróni/Egill Aðalsteinsson Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“ Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“
Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40
Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21
Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08