Guðni segir stöðuna vonbrigði en hvetur landsmenn til þess að fara ekki á taugum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við bólusetningu í Laugardalshöll. vísir/Vilhelm Forsti Íslands segir stöðu faraldursins og fjölgun smita vera vonbrigði enda hafi hann ekki vænst þess eftir bólusetningar. Hann hvetur þó landsmenn til þess að fara ekki á taugum, missa ekki móðinn og sýna náungakærleik. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira