94 greindu eru fullbólusettir en 55 óbólusettir. Tveir eru hálfbólusettir.
Þess ber að geta að þúsund fleiri einkennasýni voru tekin í gær en í fyrradag. Í gær voru tekin 3.460 einkennasýni en 2.414 daginn áður. Þá greindust 116 með Covid-19.
1.388 eru nú í einangrun og 1.988 í sóttkví.
Átján liggja á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og eru þrír á gjörgæslu.
Nýgengi innanlandssmita er nú 414,5 en nýgengi landamærasmita 4,6.
1.136 eru í skimunarsóttkví.