Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 20:28 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er uggandi yfir stöðunni og örum vexti bylgjunnar sem nú er í gangi. Vísir/Vilhelm Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana. Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00
Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31