Scania metanbílunum fjölgar á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Scania strætisvagn. Um 40 Scania vörubílar og strætisvagnar í nýjustu metanútfærslu eru nú komnir í notkun hér á landi. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Kletti. „Þessir bílar eru nýjasta kynslóð metanbíla og enn umhverfismildari og hagkvæmari en eldri gerðir þessara stóru bíla sem stóðu sig samt mjög vel. Við finnum fyrir auknum áhuga á nýjustu metanbílunum frá fyrirtækjum hér á landi. Sorphirðan í Reykjavík er með fjölda nýrra Scania metanbíla og á Akureyri og í Reykjavík eru nýjustu metan strætisvagnarnir frá Scania. Þó nokkur fyrirtæki hafa verið að fá afhenta metan vöru- og flutningabíla undanfarið,“ segir Bjarni Arnarson, sölu- og markaðsstjóri Kletts, sem er umboðsaðili fyrir Scania á Íslandi. Bjarni segir að nýju metanbílarnir séu í svokölluðum 16-40 tonna flokki vöru- og flutningabíla sem er algengastur. „Nýju bílarnir eru að koma með auknu afli samhliða því að spara enn meira eldsneyti en áður. Þeir koma með þremur stærðum af metanvélum sem skila 280, 340 og 410 hestöflum. Tvær þær fyrrnefndu eru 9 lítra en stærsta vélin er 13 lítra. Togið hefur aukist mjög í þessari nýjustu kynslóð metanbílanna og er nú frá 1350 allt upp í 2000 Nm sem gerir þessa vinnuþjarka geysilega öfluga.“ Scania vann á dögunum hin virtu „Green Truck“ verðlaun og er það fjórða árið í röð sem atvinnubílaframleiðandinn nær þeim stórgóða árangri. Framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings. „Scania hefur unnið mjög markvisst í því að draga úr losun koltvísýrings og þessar niðurstöður eru mjög ánægjulegar. Við finnum fyrir því að viðskiptavinir eru mikið að spá í umhverfissjónarmið og ekki síður rekstrarlega hagkvæmni og í báðum þessum flokkum er Scania að standa sig gríðarlega vel. Metan er mjög góður kostur fyrir fyrirtæki sem geta með því valið íslenska framleiðslu sem orkugjafa og minnkað kolefnissporið allt að 80% um leið. Metanbílar eru umhverfismildari en t.d. dísilbílar og þá er einnig stór kostur að þeir eru hljóðlátari þannig að hljóðmengunin er einnig minni af þeim,“ segir Bjarni. Scania býður einnig upp á rafknúna atvinnubíla sem og tengiltvinnbíla (plug-in hybrid) en Bjarni segir að metanið sé að fá mestu athyglina í þessum stórbílaflokki um þessar mundir. „Stórum sendibílum í metanútfærslu er einnig að fjölga og við erum að fá meira af þeim hingað. Þetta eru spennandi tímar á atvinnubílamarkaði og nóg um að vera,“ segir Bjarni enn fremur. Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Kletti. „Þessir bílar eru nýjasta kynslóð metanbíla og enn umhverfismildari og hagkvæmari en eldri gerðir þessara stóru bíla sem stóðu sig samt mjög vel. Við finnum fyrir auknum áhuga á nýjustu metanbílunum frá fyrirtækjum hér á landi. Sorphirðan í Reykjavík er með fjölda nýrra Scania metanbíla og á Akureyri og í Reykjavík eru nýjustu metan strætisvagnarnir frá Scania. Þó nokkur fyrirtæki hafa verið að fá afhenta metan vöru- og flutningabíla undanfarið,“ segir Bjarni Arnarson, sölu- og markaðsstjóri Kletts, sem er umboðsaðili fyrir Scania á Íslandi. Bjarni segir að nýju metanbílarnir séu í svokölluðum 16-40 tonna flokki vöru- og flutningabíla sem er algengastur. „Nýju bílarnir eru að koma með auknu afli samhliða því að spara enn meira eldsneyti en áður. Þeir koma með þremur stærðum af metanvélum sem skila 280, 340 og 410 hestöflum. Tvær þær fyrrnefndu eru 9 lítra en stærsta vélin er 13 lítra. Togið hefur aukist mjög í þessari nýjustu kynslóð metanbílanna og er nú frá 1350 allt upp í 2000 Nm sem gerir þessa vinnuþjarka geysilega öfluga.“ Scania vann á dögunum hin virtu „Green Truck“ verðlaun og er það fjórða árið í röð sem atvinnubílaframleiðandinn nær þeim stórgóða árangri. Framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings. „Scania hefur unnið mjög markvisst í því að draga úr losun koltvísýrings og þessar niðurstöður eru mjög ánægjulegar. Við finnum fyrir því að viðskiptavinir eru mikið að spá í umhverfissjónarmið og ekki síður rekstrarlega hagkvæmni og í báðum þessum flokkum er Scania að standa sig gríðarlega vel. Metan er mjög góður kostur fyrir fyrirtæki sem geta með því valið íslenska framleiðslu sem orkugjafa og minnkað kolefnissporið allt að 80% um leið. Metanbílar eru umhverfismildari en t.d. dísilbílar og þá er einnig stór kostur að þeir eru hljóðlátari þannig að hljóðmengunin er einnig minni af þeim,“ segir Bjarni. Scania býður einnig upp á rafknúna atvinnubíla sem og tengiltvinnbíla (plug-in hybrid) en Bjarni segir að metanið sé að fá mestu athyglina í þessum stórbílaflokki um þessar mundir. „Stórum sendibílum í metanútfærslu er einnig að fjölga og við erum að fá meira af þeim hingað. Þetta eru spennandi tímar á atvinnubílamarkaði og nóg um að vera,“ segir Bjarni enn fremur.
Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður