Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 19:39 Umræddur ísbjörn er nú kominn í ónáð hjá grænlensku heimastjórninni. Getty/Arctic-Images Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans. Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni. Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni.
Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira