Lagið hefur lengi verið með þeim kraftmeiri lögum sem hljómsveitin hefur haft í búri sínu en auk þess að vera lokalag plötunnar er þetta lag yfirleitt spilað síðast á tónleikum hljómsveitarinnar. Lagið er gríðarlega tilfinningaþrungið og speglast það í þessu tónlistarmyndbandi.

Myndbandið hefur lengi verið í smíðum en það var Rosalie Guay frá Montreal í Kanada sem leikstýrði því í samstarfi við Danielius Vebras frá Litháen sem sá um kvikmyndatöku. Ernir Ómarsson sá um klippingu myndbandsins. Lára Boyce fer með hlutverk aðalpersónunnar Belle í myndbandinu. Gestur Daníelsson fer með hlutverk Cyan og Una Björk með hlutverk Ruby.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.