Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Karsten Warholm fagnar sigri og heimsmetinu í nótt með því að rífa treyjuna sína. AP/David J. Phillip Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira