„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 11:57 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vilhelm gunnarsson Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42