Sýndarferðalag um Sahel-svæðið Heimsljós 1. ágúst 2021 07:04 Vincent Tremeau, World Bank Á nýrri vefsíðu gefst ferðalöngum kostur á að kynnast svæðinu í gegnum 360-gráðu sjónarhorn. Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans kynnti í tilefni alþjóðadags eyðimerkurmyndunar nýja vefsíðu, þar sem boðið er upp á ferðalag í gegnum sýndarveruleika um Sahel-svæðið í Afríku. Á vefsíðunni gefst ferðalöngum kostur á að kynnast svæðinu í gegnum 360-gráðu sjónarhorn. Þar er sýnt frá íbúum þess, langvarandi áskorunum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem ólíkir aðilar taka þátt í til að bæta umhverfi, innviði og líf og velferð íbúa svæðisins. Verkefnin leggja þá til að mynda áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna, varðveitingu vistkerfa og uppbyggingu skilvirkra innviða. Sahel-svæðið býr yfir einstökum menningararfi og ríku mannlífi en stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Loftslagsbreytingar hafa til að mynda haft djúpstæð áhrif á svæðið, en hitastig hækkar þar 1,5 sinnum hraðar en meðaltal á heimsvísu. Nýleg frétt í Heimsljósi greinir frá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að verja 25 milljónum króna til að bregðast við neyðarástandi sem ríkir í þremur löndum Mið-Sahel svæðisins, en þörf fyrir alþjóðlega aðstoð fer þar stigvaxandi. Fjöldi verkefna mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu hafa reynst afgerandi við eflingu farsældar, friðar og viðnámsþróttar á svæðinu, en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans gegna til að mynda lykilhlutverki í bættum lífskjörum milljóna íbúa svæðisins. Þá vekur vefsíðan einkum athygli á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því að hlúa að viðkvæmustu hópum svæðisins og mæta áskorunum þess með áhrifaríkum og sjálfbærum lausnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans kynnti í tilefni alþjóðadags eyðimerkurmyndunar nýja vefsíðu, þar sem boðið er upp á ferðalag í gegnum sýndarveruleika um Sahel-svæðið í Afríku. Á vefsíðunni gefst ferðalöngum kostur á að kynnast svæðinu í gegnum 360-gráðu sjónarhorn. Þar er sýnt frá íbúum þess, langvarandi áskorunum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem ólíkir aðilar taka þátt í til að bæta umhverfi, innviði og líf og velferð íbúa svæðisins. Verkefnin leggja þá til að mynda áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna, varðveitingu vistkerfa og uppbyggingu skilvirkra innviða. Sahel-svæðið býr yfir einstökum menningararfi og ríku mannlífi en stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Loftslagsbreytingar hafa til að mynda haft djúpstæð áhrif á svæðið, en hitastig hækkar þar 1,5 sinnum hraðar en meðaltal á heimsvísu. Nýleg frétt í Heimsljósi greinir frá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að verja 25 milljónum króna til að bregðast við neyðarástandi sem ríkir í þremur löndum Mið-Sahel svæðisins, en þörf fyrir alþjóðlega aðstoð fer þar stigvaxandi. Fjöldi verkefna mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu hafa reynst afgerandi við eflingu farsældar, friðar og viðnámsþróttar á svæðinu, en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans gegna til að mynda lykilhlutverki í bættum lífskjörum milljóna íbúa svæðisins. Þá vekur vefsíðan einkum athygli á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því að hlúa að viðkvæmustu hópum svæðisins og mæta áskorunum þess með áhrifaríkum og sjálfbærum lausnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent