Spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 21:31 Joe Gomez og Virgil van Dijk spiluðu báðir sinn fyrsta fótboltaleik í marga mánuði í kvöld. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að fagna þrátt fyrir tap liðsins fyrir Herthu Berlín í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez sneru aftur eftir langvinn meiðsli. Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira