Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46