Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46