Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 20:00 Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú sé pólitískt rólegur júlí og langt til kosninga hinn 25. september í haust. „En það sem þessi könnun segir mér er að ef úrslitin yrðu svona væri nauðsynlegt að mynda fjögurra flokka eða fleiri flokka stjórn. Þannig að þetta úrlausnarefni virðist síðst verða auðveldara með kosningunum.“ Núverandi ríkisstjórn ætlar að takast að lifa út kjörtímabilið. Hún missir hins vegar meirihluta sinn ef könnun Maskínu nær fram að ganga.Vísir/Vilhelm Heldur þú að þetta verði jafn snúið og það var 2016 og 2017? „Það er ekkert ósennilegt. Við munum öll að það var náttúrlega sérlega snúið árið 2016 og ég held að ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn var mynduð 2017 er auðvitað hversu snúið þetta var 2016,“ segir Katrín. Inga Sæland lætur 4,2 prósenta fylgi í könnuninni ekki slá sig út af laginu og minnir eins og forsætisráðherra að margar vikur séu til kosninga. Inga Sæland segir að ef Flokkur fólksins falli af þingi væri það til marks um að þær meinsemdir sem flokkurinn berjist gegn í samfélaginu væru ekki lengur til staðar. Hún hefur fulla trú á að flokkurinn nái kjörnum fulltrúm á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Akkúrat núna erum við ofboðslega glöð. Finnum mikinn meðbyr. Hvað þessa könnun varðar þá erum við ekki að missa svefn yfir henni. Hins vegar ef staðan yrðu sú að við fengjum ekki betra brautargengi í kosningum myndi mitt hjarta að vissu leyti geta glaðst. Þá er ástandið í rauninni í samfélaginu ekki eins bágborðið eins og Flokkur fólksins vill meina og er að berjast gegn,“ segir Inga. Það vekur líka athygli Katrín að þú gætir myndað ríkisstjórn með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn og hún hefði ágætis meirihluta, 35 þingmenn. Hér má sjá nokkur stjórnarmynstur sem kæmu til greina samkvæmt könnun Maskínu.Stöð 2/Ragnar Visage „Já, mér sýnist reyndar tvær fjögurra flokka stjórnir vera mögulegar. Með okkur, Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn, eða Pírötum og Viðreisn samkvæmt því sem þið stillið upp í ykkar fréttum. Síðan gæti núverandi stjórn líka haldið áfram með viðbótarliðsafla. Þannig að það eru auðvitað fullt af möguleikum í þessari stöðu,“ segir Katrín. Inga minnir á að Flokkur fólksins eigi eins og aðrir flokkar eftir að kynna stefnumál sín og framboðslista. „Þegar við erum komin með allt okkar á heimasíðu, stefnuskrá og okkar glæsilega fólk, munum við sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerð. Við erum bjartsýn og brosandi,“ segir Inga Sæland.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. 29. júlí 2021 19:21
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31