West Ham fær heimsmeistara í markið Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 18:30 Areola mun veita Lukasz Fabianski samkeppni á komandi leiktíð. John Walton/PA Images via Getty Images Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira