West Ham fær heimsmeistara í markið Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 18:30 Areola mun veita Lukasz Fabianski samkeppni á komandi leiktíð. John Walton/PA Images via Getty Images Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira