Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 12:08 Inga Sæland segir álagið á heilbrigðisstarfsfólk hafa verið gríðarlegt og ganga þurfi ákveðið til verks til að fjölga starfsfólki Landspítalans. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09
118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43