Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 10:14 Langar raðir hafa verið í sýnatöku síðustu vikuna. Vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11