Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Ríkisstjórnin hefði aðeins þrjátíu þingmenn á bakvið sig yrðu úrslit alþingiskosninga hinn 25. september í takti við nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. alþingi Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira