100 laxa holl í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2021 07:59 Norðurá er á góðu róli en síðasta holl landaði 108 löxum Holl sem lauk veiðum 27. júli í Norðurá lanadði 108 löxum og er fyrsta hollið í sumar í Íslenskri laxveiðiá sem nær þeim árangri. Það er töluvert af laxi í Norðurá og það sem gefur merki um að gangan sé í góðu laxi er að teljarinn við Glanna stóð í 1200 löxum fyrir tveimur dögum síðan og það sem meira er, það er ennþá lax að ganga. Frá neðstu veiðistöðum og upp á fjall virðist laxinn vera að dreifa sér vel og takan er góð. Smálaxinn skilaði sér seint í ánna eins og í flestum ánum á landinu en almennt virðast veiðimenn sammála um að staðan sé um það bil tveimur til þremur vikum á eftir áætlun. Stærsti lax sumarsins í Norðurá veiddist í þessu holli en sá var mældur 99 sm og veiddist í Myrkhyl. Nokkrir aðrir vænir laxar hafa sést í ánni sem fullyrt er að séu ekki minni en þessi og það verður spennandi að sjá hvort þessir höfðingjar stökkvi á flugur veiðimanna næstu daga. Heildartalan er komin í 870 laxa og það er þess vegna ekki annað en líklegt að áin fari yfir 1.000 laxa í vikunni. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Það er töluvert af laxi í Norðurá og það sem gefur merki um að gangan sé í góðu laxi er að teljarinn við Glanna stóð í 1200 löxum fyrir tveimur dögum síðan og það sem meira er, það er ennþá lax að ganga. Frá neðstu veiðistöðum og upp á fjall virðist laxinn vera að dreifa sér vel og takan er góð. Smálaxinn skilaði sér seint í ánna eins og í flestum ánum á landinu en almennt virðast veiðimenn sammála um að staðan sé um það bil tveimur til þremur vikum á eftir áætlun. Stærsti lax sumarsins í Norðurá veiddist í þessu holli en sá var mældur 99 sm og veiddist í Myrkhyl. Nokkrir aðrir vænir laxar hafa sést í ánni sem fullyrt er að séu ekki minni en þessi og það verður spennandi að sjá hvort þessir höfðingjar stökkvi á flugur veiðimanna næstu daga. Heildartalan er komin í 870 laxa og það er þess vegna ekki annað en líklegt að áin fari yfir 1.000 laxa í vikunni.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði