Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 18:31 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. 88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent