Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa mestar áhyggjur af því að veiran smitist inn á heilbrigðisstofnanir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 463 eru nú í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1.266 í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þessa fjölgun smitaðra mikið áhyggjuefni. „Jú, það er það og það er greinilegt að útbreiðsla veirunnar er orðin mjög mikil í samfélaginu. Við sjáum það í öllum landshlutum í raun og veru,“ segir Þórólfur. „Það er vissulega ánægjulegt að það skuli ekki vera meiri veikindi á Covid-göngudeildinni en raun ber vitni. Það eru reyndar fjórir sem liggja núna inni á L andspítalanum með Covid og nokkuð margir í nánu eftirliti en ég vona að bólusetningin haldi.“ 95 greindust innanlands í gær, 75 utan sóttkvíar. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, 463 í einangrun og 1.266 í sóttkví.Vísir/Ragnar Samkomutakmarkanir á ný eftir stutt hlé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær nýjar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. Aðeins tæpur mánuður er síðan öllum innanlandsaðgerðum var aflétt en það var í fyrsta sinn síðan 16. mars 2020 sem engar takmarkanir voru í gildi. Nýjar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld og munu gilda í þrjár vikur, til miðnættis 13. ágúst næstkomandi. Á þeim tíma verður 200 manna samkomutakmark, eins metra fjarlægðarregla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðarmörkum. Þessar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld.Vísir/Ragnar Veitingastöðum, skemmtistöðum og krám verður lokað klukkan ellefu á kvöldin og þurfa allir gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir verða áfram opnir og mega taka á móti 75 prósentum leyfilegs hámarksfjölda. Þá eru íþróttaæfingar- og keppnir barna og fullorðinna heimilaðar með og án snertingar en með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda í rými er 200 manns. Vonar að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi Þórólfur segir mesta áhyggjuefnið vera að smit rati inn á stofnanir. „Það sem er áhyggjuefni er að veikindi fari að koma inn í starfsmenn til dæmis á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og á öðrum stöðum sem geta sett bæði starfsemi þessara stofnana í uppnám og kannski leitt til einhverra smita inni á þessum stofnunum, það er eitt af því sem maður óttast einna mest,“ segir Þórólfur. „Við erum því miður að sjá smit frá fólki sem fer mjög víða og kemur víða við og hittir marga. Þetta er bara sama gamla sagan í raun og veru en auðvitað vonumst við til að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Níutíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 463 eru nú í einangrun með virkt kórónuveirusmit og 1.266 í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þessa fjölgun smitaðra mikið áhyggjuefni. „Jú, það er það og það er greinilegt að útbreiðsla veirunnar er orðin mjög mikil í samfélaginu. Við sjáum það í öllum landshlutum í raun og veru,“ segir Þórólfur. „Það er vissulega ánægjulegt að það skuli ekki vera meiri veikindi á Covid-göngudeildinni en raun ber vitni. Það eru reyndar fjórir sem liggja núna inni á L andspítalanum með Covid og nokkuð margir í nánu eftirliti en ég vona að bólusetningin haldi.“ 95 greindust innanlands í gær, 75 utan sóttkvíar. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid-19, 463 í einangrun og 1.266 í sóttkví.Vísir/Ragnar Samkomutakmarkanir á ný eftir stutt hlé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær nýjar sóttvarnaaðgerðir í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. Aðeins tæpur mánuður er síðan öllum innanlandsaðgerðum var aflétt en það var í fyrsta sinn síðan 16. mars 2020 sem engar takmarkanir voru í gildi. Nýjar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld og munu gilda í þrjár vikur, til miðnættis 13. ágúst næstkomandi. Á þeim tíma verður 200 manna samkomutakmark, eins metra fjarlægðarregla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðarmörkum. Þessar aðgerðir taka gildi á miðnætti í kvöld.Vísir/Ragnar Veitingastöðum, skemmtistöðum og krám verður lokað klukkan ellefu á kvöldin og þurfa allir gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir verða áfram opnir og mega taka á móti 75 prósentum leyfilegs hámarksfjölda. Þá eru íþróttaæfingar- og keppnir barna og fullorðinna heimilaðar með og án snertingar en með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda í rými er 200 manns. Vonar að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi Þórólfur segir mesta áhyggjuefnið vera að smit rati inn á stofnanir. „Það sem er áhyggjuefni er að veikindi fari að koma inn í starfsmenn til dæmis á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og á öðrum stöðum sem geta sett bæði starfsemi þessara stofnana í uppnám og kannski leitt til einhverra smita inni á þessum stofnunum, það er eitt af því sem maður óttast einna mest,“ segir Þórólfur. „Við erum því miður að sjá smit frá fólki sem fer mjög víða og kemur víða við og hittir marga. Þetta er bara sama gamla sagan í raun og veru en auðvitað vonumst við til að bólusetningin komi í veg fyrir alvarleg veikindi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23
Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24. júlí 2021 14:58
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24. júlí 2021 13:30