Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 21:59 Borgarfjörður eystri þar sem Bræðslan fer nú fram. Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent