Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2021 14:00 Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugaáss, segist hafa þurft að tryggja starfsmönnum áfallahjálp í mars í fyrra þegar öllu var skellt í lás. Vísir Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52