Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 08:30 Ríkisstjórnin fundar á eftir um tillögur sóttvarnalæknis að takmörkunum innanlands. Vísir/Vilhelm Ráðherranefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda í dag og ræða minnisblað sóttvarnalæknis um tillögur hans að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Fundurinn fer fram rafrænt en að honum loknum mun ríkisstjórn Íslands halda umræðum um tillögurnar áfram. Að ríkisstjórnarfundi loknum kemur í ljós hvort ríkisstjórnin verði að tillögum sóttvarnalæknis að hluta eða öllu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir tilkynnti það á upplýsingafundi almannavarna í gær að hann myndi skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að innanlandsaðgerðum fyrir lok dags. Hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju þær tillögur felist en sagðist sækja í það sem reynst hafi vel fyrr í faraldrinum. Í gær greindust 78 smitaðir af kórónuveirunni innanlands en fleiri hafa ekki greinst smitaðir á einum degi á þessu ári. 59 þeirra sem greindust smitaðir voru utan sóttkvíar. Þórólfur segir að faraldurinn sé í veldisvexti hér á landi og að grípa þurfti til aðgerða eins fljótt og hægt er. Tveir liggja nú inni á Landspítala smitaðir af kórónuveirunni, annar á sjötugsaldri og fullbólusettur, og hinn óbólusettur undir sextugu. Landspítalinn var þá færður á svokallað hættustig í gær vegna faraldursins. Alls eru nú 301 einstaklingur í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar. Þá eru fimm starfsmenn spítalans í einangrun, 10 í sóttkví A og alls 225 í vinnusóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fundurinn fer fram rafrænt en að honum loknum mun ríkisstjórn Íslands halda umræðum um tillögurnar áfram. Að ríkisstjórnarfundi loknum kemur í ljós hvort ríkisstjórnin verði að tillögum sóttvarnalæknis að hluta eða öllu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir tilkynnti það á upplýsingafundi almannavarna í gær að hann myndi skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að innanlandsaðgerðum fyrir lok dags. Hann vildi ekki fara nánar út í það í hverju þær tillögur felist en sagðist sækja í það sem reynst hafi vel fyrr í faraldrinum. Í gær greindust 78 smitaðir af kórónuveirunni innanlands en fleiri hafa ekki greinst smitaðir á einum degi á þessu ári. 59 þeirra sem greindust smitaðir voru utan sóttkvíar. Þórólfur segir að faraldurinn sé í veldisvexti hér á landi og að grípa þurfti til aðgerða eins fljótt og hægt er. Tveir liggja nú inni á Landspítala smitaðir af kórónuveirunni, annar á sjötugsaldri og fullbólusettur, og hinn óbólusettur undir sextugu. Landspítalinn var þá færður á svokallað hættustig í gær vegna faraldursins. Alls eru nú 301 einstaklingur í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 25 börn. Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar. Þá eru fimm starfsmenn spítalans í einangrun, 10 í sóttkví A og alls 225 í vinnusóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14