„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 21:37 Hörður Orri Grettisson er formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. „Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
„Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00