Hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló: „Orð þeirra og gerðir eru enn hluti af samfélaginu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:40 Í dag eru tíu ár liðin frá hryðjuverkaárásinni á Útey. Vísir/Vilhelm „Í dag velti ég fyrir mér hvar þau væru núna, þessi 77 ljós sem slökknuðu fyrir 10 árum, yfirgnæfandi meirihluti táningar. Hvert allir þessir lífsþræðir sem skyndilega og sorglega voru rofnir hefðu legið og hvað þeir hefðu lagt til umhverfis síns, fjölskyldu, samfélags, heimsins.“ Þetta skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í pistli um hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló þann 22. júlí 2011, sem birtist á norska fréttamiðlinum Trønderdebatt í dag. Hún rifjar upp að í júní 2011 hafi hún eignast sinn þriðja og yngsta dreng en á þeim tíma var hún mennta- og menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hún var því í fæðingarorlofi og stödd heima hjá sér þegar fyrstu fréttir af sprengingum í stjórnarráðshverfinu í Osló bárust. „Ég sat límd við norskar fréttir eftir það enda sem betur fer ekki á hverjum degi sem slíkar fréttir berast frá vina- og frændþjóðum okkar. Fréttirnar áttu síðan eftir að verða miklu skelfilegri,“ skrifar Katrín. Dagurinn áminning um að skapa kærleiksríkt samfélag Hún segir kjarnasetningu okkar samfélags vera að hver manneskja sé dýrmæt og að við leggjum mikið á okur til að tryggja að allir fái notið sín. „Við erum mörg og ólík og styrkur okkar er samheldnin. Í stóráföllum sjáum við vanmátt okkar og leitum ósjálfrátt til hvors annars. Við snertumst, föðmumst, finnum að það veitir okkur styrk. Við erum sterkari saman. Við höfum verið minnt rækilega á að seinustu misserin hvað þetta skiptir miklu máli,“ skrifar Katrín. „Hvert þeirra sem dó 22. júlí 2011 lagði til þráð í vef samfélagsins og gerði hann þéttari, hlýrri og máttugri. Og orð þeirra og gerðir eru enn hluti af samfélaginu. Snertingin, líf þeirra og ljósið sem þau koma með lifir áfram. Þannig er dagurinn í dag áminning um að vinna stöðugt að því að skapa kærleiksríkt samfélag fjölbreytileika á sama tíma og hann er þungur í sinni.“ „Fjöldamorðin í Útey voru glæpur gegn mennskunni“ Hún segir árásirnar minna okkur á að frjáls, opin og jöfn samfélög eru ekki sjálfgefin og fáist ekki baráttulaust. Allt okkar starf sé stöðug varðstaða um þau gildi sem geri okkur að því sem við erum. Og dagurinn minni okkur líka á tengslin. Að orðið frændþjóð hafi merkingu og innihald. Við séum og verðum fjölskylda. „Fjöldamorðin í Útey voru glæpur gegn mennskunni. Börn og ungmenni létu lífið í nafni öfgasinnaðrar hægri-þjóðernisstefnu. Börn og ungmenni sem öll voru kraftaverk í augum foreldra sinna. Börn og ungmenni sem voru vitnisburður um fegurð mennskunnar,“ skrifar Katrín. „Nú þegar við minnumst þessara voðaverka þá skulum við sammælast um að standa vörð um mennskuna. Gleymum aldrei að ekkert dugir gegn slíkum voðaverkum nema samstaða góðra manna um að leyfa þeim ekki að gerast. Það gerum við til að heiðra minningu þeirra sem dóu í Útey en líka til að verja börn og ungmenni dagsins í dag.“ Skorar á stjórnmálaflokka að grípa til aðgerða Þá hefur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skorað á formenn og forystufólk allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista í komandi Alþingiskosningum að grípa til allra tiltækra aðgerða til að halda aftur af hatursorðræðu. „Ég skora á formenn og forystufólk allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista fyrir Alþingiskosningarnar 25. september að grípa til allra tiltækra aðgerða til að halda aftur af orðræðu og stefnumálum sem kynda undir mismunun og andúð gegn útlendingum og öðrum minnihlutahópum í samfélaginu,“ skrifar Logi í áskoruninni. „Við setjum tóninn. Það er ábyrgðarhlutur að beita pólitískum málflutningi hvort sem er í ræðu, riti eða á samfélagsmiðlum sem getur ýtt undir ógn og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum – o þeim samtökum og einstaklingum sem halda á lofti fána umburðarlyndis, mannúðar og alþjóðahyggju á Íslandi.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Löng og átakanleg áminning Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar. Hann nær þó ekki fyrri hæðum í afgreiðslu sinni á voðaverkunum í Útey árið 2011. 18. október 2018 11:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Þetta skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í pistli um hryðjuverkaárásirnar í Útey og Osló þann 22. júlí 2011, sem birtist á norska fréttamiðlinum Trønderdebatt í dag. Hún rifjar upp að í júní 2011 hafi hún eignast sinn þriðja og yngsta dreng en á þeim tíma var hún mennta- og menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hún var því í fæðingarorlofi og stödd heima hjá sér þegar fyrstu fréttir af sprengingum í stjórnarráðshverfinu í Osló bárust. „Ég sat límd við norskar fréttir eftir það enda sem betur fer ekki á hverjum degi sem slíkar fréttir berast frá vina- og frændþjóðum okkar. Fréttirnar áttu síðan eftir að verða miklu skelfilegri,“ skrifar Katrín. Dagurinn áminning um að skapa kærleiksríkt samfélag Hún segir kjarnasetningu okkar samfélags vera að hver manneskja sé dýrmæt og að við leggjum mikið á okur til að tryggja að allir fái notið sín. „Við erum mörg og ólík og styrkur okkar er samheldnin. Í stóráföllum sjáum við vanmátt okkar og leitum ósjálfrátt til hvors annars. Við snertumst, föðmumst, finnum að það veitir okkur styrk. Við erum sterkari saman. Við höfum verið minnt rækilega á að seinustu misserin hvað þetta skiptir miklu máli,“ skrifar Katrín. „Hvert þeirra sem dó 22. júlí 2011 lagði til þráð í vef samfélagsins og gerði hann þéttari, hlýrri og máttugri. Og orð þeirra og gerðir eru enn hluti af samfélaginu. Snertingin, líf þeirra og ljósið sem þau koma með lifir áfram. Þannig er dagurinn í dag áminning um að vinna stöðugt að því að skapa kærleiksríkt samfélag fjölbreytileika á sama tíma og hann er þungur í sinni.“ „Fjöldamorðin í Útey voru glæpur gegn mennskunni“ Hún segir árásirnar minna okkur á að frjáls, opin og jöfn samfélög eru ekki sjálfgefin og fáist ekki baráttulaust. Allt okkar starf sé stöðug varðstaða um þau gildi sem geri okkur að því sem við erum. Og dagurinn minni okkur líka á tengslin. Að orðið frændþjóð hafi merkingu og innihald. Við séum og verðum fjölskylda. „Fjöldamorðin í Útey voru glæpur gegn mennskunni. Börn og ungmenni létu lífið í nafni öfgasinnaðrar hægri-þjóðernisstefnu. Börn og ungmenni sem öll voru kraftaverk í augum foreldra sinna. Börn og ungmenni sem voru vitnisburður um fegurð mennskunnar,“ skrifar Katrín. „Nú þegar við minnumst þessara voðaverka þá skulum við sammælast um að standa vörð um mennskuna. Gleymum aldrei að ekkert dugir gegn slíkum voðaverkum nema samstaða góðra manna um að leyfa þeim ekki að gerast. Það gerum við til að heiðra minningu þeirra sem dóu í Útey en líka til að verja börn og ungmenni dagsins í dag.“ Skorar á stjórnmálaflokka að grípa til aðgerða Þá hefur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skorað á formenn og forystufólk allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista í komandi Alþingiskosningum að grípa til allra tiltækra aðgerða til að halda aftur af hatursorðræðu. „Ég skora á formenn og forystufólk allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista fyrir Alþingiskosningarnar 25. september að grípa til allra tiltækra aðgerða til að halda aftur af orðræðu og stefnumálum sem kynda undir mismunun og andúð gegn útlendingum og öðrum minnihlutahópum í samfélaginu,“ skrifar Logi í áskoruninni. „Við setjum tóninn. Það er ábyrgðarhlutur að beita pólitískum málflutningi hvort sem er í ræðu, riti eða á samfélagsmiðlum sem getur ýtt undir ógn og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum – o þeim samtökum og einstaklingum sem halda á lofti fána umburðarlyndis, mannúðar og alþjóðahyggju á Íslandi.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00 Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53 Löng og átakanleg áminning Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar. Hann nær þó ekki fyrri hæðum í afgreiðslu sinni á voðaverkunum í Útey árið 2011. 18. október 2018 11:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00
Norski fjöldamorðinginn sækir um reynslulausn Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst sækja um reynslulausn. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Verdens Gang. 16. september 2020 16:53
Löng og átakanleg áminning Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar. Hann nær þó ekki fyrri hæðum í afgreiðslu sinni á voðaverkunum í Útey árið 2011. 18. október 2018 11:00