Tesla ætlar að opna ofurhleðslustöðvar sínar fyrir öðrum framleiðendum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2021 07:00 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Getty/Justin Sullivan Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hefur sagt að fyrir árslok muni eigendur annarra tegunda rafbíla geta notað ofurhleðslustöðvar Tesla. Hingað til hafa Tesla eigendur verið þau einu sem geta notað stöðvarnar. Að opna á notkun annarra mun auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum talsvert. „Við bjuggum til okkar eigin tengil þegar við byrjuðum, það var enginn staðall þá og Tesla var eini framleiðandi langdrægra rafbíla,“ skrifaði Musk á Twitter. We created our own connector, as there was no standard back then & Tesla was only maker of long range electric cars. It’s one fairly slim connector for both low & high power charging. That said, we’re making our Supercharger network open to other EVs later this year.— Elon Musk (@elonmusk) July 20, 2021 „Þetta er einn frekar grannur tengill fyrir bæði há- og lág spennu hleðslu. Að því sögðu munum við veita öðrum heimild til að nota ofurhleðsluinnviði okkar fyrir aðra framleiðendur seinna á árinu,“ bætti Musk við. Aðspurður á Twitter hvort þetta ætti einungis við um takmörkuð svæði svaraði Musk að þetta myndi ná til allra svæða að endingu. Smáatriðin eru ekki klár, eins og hvort alls staðar muni þurfa breytistykki. Eins er óljóst hvort ökumenn annarra en Tesla bifreiða muni þurfa að greiða meira eða hvort forgangur verður veittur fyrir Telsa eigendur, eða hvort hleðsluhraðinn verði takmarkaður fyrir aðra. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent
Að opna á notkun annarra mun auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum talsvert. „Við bjuggum til okkar eigin tengil þegar við byrjuðum, það var enginn staðall þá og Tesla var eini framleiðandi langdrægra rafbíla,“ skrifaði Musk á Twitter. We created our own connector, as there was no standard back then & Tesla was only maker of long range electric cars. It’s one fairly slim connector for both low & high power charging. That said, we’re making our Supercharger network open to other EVs later this year.— Elon Musk (@elonmusk) July 20, 2021 „Þetta er einn frekar grannur tengill fyrir bæði há- og lág spennu hleðslu. Að því sögðu munum við veita öðrum heimild til að nota ofurhleðsluinnviði okkar fyrir aðra framleiðendur seinna á árinu,“ bætti Musk við. Aðspurður á Twitter hvort þetta ætti einungis við um takmörkuð svæði svaraði Musk að þetta myndi ná til allra svæða að endingu. Smáatriðin eru ekki klár, eins og hvort alls staðar muni þurfa breytistykki. Eins er óljóst hvort ökumenn annarra en Tesla bifreiða muni þurfa að greiða meira eða hvort forgangur verður veittur fyrir Telsa eigendur, eða hvort hleðsluhraðinn verði takmarkaður fyrir aðra.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent