Veifaði peningamerki og fékk tveggja leikja bann síðast þegar hann mætti Rosenborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:46 Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í fyrri leik Vals og Rosenborgar 2018. vísir/bára Á ýmsu gekk síðast þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði liði gegn Rosenborg. Handabending hans kostaði hann tveggja leikja bann. Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn