Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. júlí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. Stærsti hluti þeirra sem hafa greinst síðustu daga eru fullbólusettir og einhverjir eru hálfbólusettir. Mikill minnihluti hefur verið í sóttkví við greiningu og segir Þórólfur hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða. „Við erum að sjá þessa dreifingu sem við erum búin að lýsa undanfarna daga og þetta er jafnvel að fara núna upp í veldisvöxt eins og við höfum svo sem séð oft áður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða nýja bylgju faraldursins. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ný bylgja farin af stað og þetta er mestmegnis í bólusettum. Sem betur fer erum við ekki að sjá alvarleg veikindi enn sem komið er.“ Um sé að ræða hefðbundin veikindi á borð við hálssærindi, beinverki, niðurgang, uppköst, ofþornun og skort á lyktar- og bragðskyni. „En maður veit ekki hvað gerist þegar útbreiðslan verður meiri, þá gætu viðkvæmir hópar farið að veikjast meira,“ bætir Þórólfur við. Smitar aðra á ferðalögum áður en það fer í sýnatöku Tilfelli hafi verið greinast á Suður-, Norður- og Austurlandi en margir Íslendingar eru á faraldsfæti þessa dagana. Þórólfur segir áhyggjuefni að margir séu að fara seint í sýnatöku. „Margir eru kannski ekki með mikil einkenni en fara samt víða og smita þá út frá sér áður en það fer í sýnatöku. Þannig getum við náð mikilli dreifingu.“ Mikið hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og raðir stundum myndast við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. vísir/heimir Hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða Aðspurður um það hvort honum finnist staðan kalla á einhverjar samkomutakmarkanir innanlands segir Þórólfur að ef ekki væri fyrir útbreidda bólusetningu væri eflaust búið að grípa til hertra aðgerða. Þótt bólusetning hafi veitt fólki ákveðna viðspyrnu gagnvart veikindum af völdum Covid-19 þá virðist delta-afbrigðið hafa meiri vörn gegn bólusetningu en fyrri afbrigði. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi þurfi allir bólusettir einstaklingar og þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en það leggur af stað til landsins. „Ég held að þetta eitt og sér muni kannski ekki duga til að bæla faraldurinn hér innanlands alveg niður. Það er hugsanlegt að við þurfum að grípa til annarra aðgerða.“ Ferðaþjónustan þurfi að horfa á stóru myndina Aðspurður um gagnrýni forsvarsmanna ferðaþjónustunnar á takmarkanirnar sem kynntar voru í gær segir Þórólfur að ferðaþjónustan hafi alltaf gagnrýnt tillögur um landamæratakmarkanir. „Þau hafa samt verið ánægð með niðurstöðuna og hvað það hefur gengið vel hér innanlands svo mér finnst þau ekki alveg sjá samhengið milli þess að hafa takmarkanir á landamærum og gott ástand hér innanlands. Við gætum núna verið að stefna í að fara í rauðan lit hjá mörgum þjóðum þar sem verður jafnvel varað við því að fólk komi hingað. Það er skammt stórra högga á milli svo ég held að fólk þurfi að horfa aðeins á heilsufarslega þáttinn og stóru myndina áður en menn koma með stórar yfirlýsingar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Stærsti hluti þeirra sem hafa greinst síðustu daga eru fullbólusettir og einhverjir eru hálfbólusettir. Mikill minnihluti hefur verið í sóttkví við greiningu og segir Þórólfur hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða. „Við erum að sjá þessa dreifingu sem við erum búin að lýsa undanfarna daga og þetta er jafnvel að fara núna upp í veldisvöxt eins og við höfum svo sem séð oft áður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða nýja bylgju faraldursins. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ný bylgja farin af stað og þetta er mestmegnis í bólusettum. Sem betur fer erum við ekki að sjá alvarleg veikindi enn sem komið er.“ Um sé að ræða hefðbundin veikindi á borð við hálssærindi, beinverki, niðurgang, uppköst, ofþornun og skort á lyktar- og bragðskyni. „En maður veit ekki hvað gerist þegar útbreiðslan verður meiri, þá gætu viðkvæmir hópar farið að veikjast meira,“ bætir Þórólfur við. Smitar aðra á ferðalögum áður en það fer í sýnatöku Tilfelli hafi verið greinast á Suður-, Norður- og Austurlandi en margir Íslendingar eru á faraldsfæti þessa dagana. Þórólfur segir áhyggjuefni að margir séu að fara seint í sýnatöku. „Margir eru kannski ekki með mikil einkenni en fara samt víða og smita þá út frá sér áður en það fer í sýnatöku. Þannig getum við náð mikilli dreifingu.“ Mikið hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og raðir stundum myndast við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. vísir/heimir Hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða Aðspurður um það hvort honum finnist staðan kalla á einhverjar samkomutakmarkanir innanlands segir Þórólfur að ef ekki væri fyrir útbreidda bólusetningu væri eflaust búið að grípa til hertra aðgerða. Þótt bólusetning hafi veitt fólki ákveðna viðspyrnu gagnvart veikindum af völdum Covid-19 þá virðist delta-afbrigðið hafa meiri vörn gegn bólusetningu en fyrri afbrigði. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi þurfi allir bólusettir einstaklingar og þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en það leggur af stað til landsins. „Ég held að þetta eitt og sér muni kannski ekki duga til að bæla faraldurinn hér innanlands alveg niður. Það er hugsanlegt að við þurfum að grípa til annarra aðgerða.“ Ferðaþjónustan þurfi að horfa á stóru myndina Aðspurður um gagnrýni forsvarsmanna ferðaþjónustunnar á takmarkanirnar sem kynntar voru í gær segir Þórólfur að ferðaþjónustan hafi alltaf gagnrýnt tillögur um landamæratakmarkanir. „Þau hafa samt verið ánægð með niðurstöðuna og hvað það hefur gengið vel hér innanlands svo mér finnst þau ekki alveg sjá samhengið milli þess að hafa takmarkanir á landamærum og gott ástand hér innanlands. Við gætum núna verið að stefna í að fara í rauðan lit hjá mörgum þjóðum þar sem verður jafnvel varað við því að fólk komi hingað. Það er skammt stórra högga á milli svo ég held að fólk þurfi að horfa aðeins á heilsufarslega þáttinn og stóru myndina áður en menn koma með stórar yfirlýsingar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31