„Hann er framtíðin í golfinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 19:16 Collin Morikawa hefur farið frábærlega af stað á sínum atvinnumannaferli. Andrew Redington/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi í frumraun sinni á mótinu um helgina. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi og golfsérfræðingur Stöðvar 2 Sport, segir að um verðandi stórstjörnu sé að ræða. „Hann er framtíðin í golfinu, hann er ungur strákur, 24 ára gamall. En þessi sigur kemur kannski ekkert endilega rosalega á óvart fyrir okkur sem erum að fylgjast mikið með golfinu, því að hann hefur verið mikið efni og er einstakur.“ segir Þorsteinn í viðtali við Stöð 2 Sport. Morikawa hefur farið aðra leið en margir af þeim bestu þar sem hann var skráður sem áhugamaður á meðan hann kláraði háskólanám. Tiger Woods, til að mynda, hætti í námi eftir tvö ár í háskóla til að einbeita sér að atvinnumannaferli. „Hann klárar Berkeley-háskóla, þar sem hann er frá 2015 til 2019, sigrar á mótum þar, á frábæran feril - klárar námið sem viðskiptafræðingur og er efsti maður á heimslista áhugamanna,“ segir Þorsteinn. Líkt og fram kom að ofan þá var Morikawa að taka þátt á Opna breska í fyrsta sinn um helgina, hann lauk keppni á 15 höggum undir pari, tveimur á undan landa sínum Jordan Spieth sem varð annar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann vinnur risamót á frumraun sinni en hann gerði slíkt hið sama á PGA-meistaramótinu á síðasta ári. „Hann er búinn að á 42 mótum sem atvinnumaður, þar sem hann hefur alltaf komist í gegnum niðurskurðinn, Tiger Woods á metið, með 45, hann gæti slegið það en þessi mót sem hann er búinn að vinna, þau eru svo merkileg. Hann er búinn að sigra á fimm mótum, þar af tveimur risamótum, þar sem hann er að keppa sem nýliði, einu móti á heimsmótaröðinni, þannig að þrjú af þessum mótum eru allir þeir bestu með.“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér finnst þetta frábær leið sem Collin Morikawa valdi, að klára skólann. Hann er núna á þriðja sæti heimslistans og framtíðin er björt hjá honum.“ Aðspurður um líkindi milli Morikawa og Tiger Woods segir Þorsteinn: „Það er mikið sjálfstraust og mikill agi, en kannski munurinn á honum og Tiger er að mér finnst Morikawa mannlegri. Hann er skemmtilegur á að horfa, góður í viðtölum og frábær fyrirmynd fyrir alla kylfinga.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Collin Morikawa Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Hann er framtíðin í golfinu, hann er ungur strákur, 24 ára gamall. En þessi sigur kemur kannski ekkert endilega rosalega á óvart fyrir okkur sem erum að fylgjast mikið með golfinu, því að hann hefur verið mikið efni og er einstakur.“ segir Þorsteinn í viðtali við Stöð 2 Sport. Morikawa hefur farið aðra leið en margir af þeim bestu þar sem hann var skráður sem áhugamaður á meðan hann kláraði háskólanám. Tiger Woods, til að mynda, hætti í námi eftir tvö ár í háskóla til að einbeita sér að atvinnumannaferli. „Hann klárar Berkeley-háskóla, þar sem hann er frá 2015 til 2019, sigrar á mótum þar, á frábæran feril - klárar námið sem viðskiptafræðingur og er efsti maður á heimslista áhugamanna,“ segir Þorsteinn. Líkt og fram kom að ofan þá var Morikawa að taka þátt á Opna breska í fyrsta sinn um helgina, hann lauk keppni á 15 höggum undir pari, tveimur á undan landa sínum Jordan Spieth sem varð annar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann vinnur risamót á frumraun sinni en hann gerði slíkt hið sama á PGA-meistaramótinu á síðasta ári. „Hann er búinn að á 42 mótum sem atvinnumaður, þar sem hann hefur alltaf komist í gegnum niðurskurðinn, Tiger Woods á metið, með 45, hann gæti slegið það en þessi mót sem hann er búinn að vinna, þau eru svo merkileg. Hann er búinn að sigra á fimm mótum, þar af tveimur risamótum, þar sem hann er að keppa sem nýliði, einu móti á heimsmótaröðinni, þannig að þrjú af þessum mótum eru allir þeir bestu með.“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér finnst þetta frábær leið sem Collin Morikawa valdi, að klára skólann. Hann er núna á þriðja sæti heimslistans og framtíðin er björt hjá honum.“ Aðspurður um líkindi milli Morikawa og Tiger Woods segir Þorsteinn: „Það er mikið sjálfstraust og mikill agi, en kannski munurinn á honum og Tiger er að mér finnst Morikawa mannlegri. Hann er skemmtilegur á að horfa, góður í viðtölum og frábær fyrirmynd fyrir alla kylfinga.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Collin Morikawa Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira