Ljóst hvert íslensku liðin fara ef þau komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 15:00 Davíð Ingvarsson og félagar í Breiðablik verða á ferð og flugi næstu vikur ef þeir komast áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Í dag var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Því er ljóst hvað gerist ef íslensku liðin fara áfram en þau þrjú lið sem eftir eru eiga mjög erfiða leiki framundan. Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira
Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira