Veður

Á­fram blíð­skapar­veður á landinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Veðrið verður áfram gott á landinu í dag og á morgun ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands.
Veðrið verður áfram gott á landinu í dag og á morgun ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu. 

Svona lítur veðurkort Veðurstofunnar út klukkan 13 í dag.Veðurstofa Íslands

Búast má við hægri suðvestlægri átt, um þremur til tíu metrum á sekúndu, og víða léttskýjuðu á landinu í dag. Þó verður skýjað og einhver úrkoma um landið vestanvert. 

Áfram verður hlýtt og hiti nær allt að 23 stiga hita á Suðaustur- og Austurlandi yfir hádaginn. Svalara verður vestantil á meðan skýin halda sig yfir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×