Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 19:07 Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira