Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 19:07 Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira