„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2021 19:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með í leik Blika fyrr á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær. Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira