Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 14:01 HM 2030 á Ítalíu og í Sádi-Arabíu, það er möguleiki. The Athletic Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta. The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
The Athletic greindi frá að Sádi-Arabía hefði áhuga á að halda HM 2030. Sádi-Arabía er þó ekki tilbúin að halda keppnina í heild sinni og vill fá Ítalíu með sér í lið. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mót af þessari stærðargráðu færi fram í tveimur löndum en HM 2002 fór fram í Japan og Suður-Kóreu. EM 2008 fór fram í Austurríki og Sviss en hápunktinum var náð þegar EM alls staðar fór fram í sumar. Spilað var í 11 löndum víðsvegar um Evrópu. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hvetur lönd til þess að para sig saman þegar kemur að því að halda stórmót í framtíðinni. Fjölgað verður upp í 48 lið á HM 2026 og telur FIFA að mótið verði í kjölfaði of stórt fyrir staka þjóð til að halda utan um. Bandaríkin, Mexíkó og Kanada munu halda mótið saman það ár. Exclusive: Saudi Arabia are considering a joint bid with Italy for the 2030 World Cup.It's not quite as crazy as it seems.Here's the story behind it and what it means for Spain, Portugal, England and China possible bids... @mjshrimper— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 16, 2021 Upp hefur komið sú tillaga að Sádi-Arabía haldi mótið 2030 með Egyptalandi og Marokkó. Þar myndu knattspyrnusamband Afríku og Asíu sameina krafta sína og sýna gott fordæmi. Líkurnar á að það gerist eru litlar þar sem þyrfti að ráðast í gífurlega uppbyggingu í bæði Egyptalandi og Marokkó. Telur FIFA það of áhættusamt þar sem sagan sýnir að slíkar breytingar fyrir eitt mót eru sjaldnast jákvæðar. Öruggast væri ef Sádi-Arabía myndi finna sér Evrópuþjóð og halda mótið þar með í tveimur heimsálfum. Samstarf milli Sádi-Arabíu og Ítalíu er nú þegar til staðar og því borðliggjandi að þær myndu bjóðast til að hald a mótið saman. Sádi-Arabía hefur undanfarin misseri lagt gríðarlega fjármuni í íþróttauppbyggingu í landinu og haldið fjölda stórra viðburða. Að ítalski Ofurbikarinn í knattspyrnu fari fram í Sádi-Arabíu er sönnun um gott samband þjóðanna. Fari svo að Ítalía slái til er ljóst að landið væri aftur að berjast við England um gull en þær þjóðir sem falla undir Bretland vilja halda mótið 2030 ásamt Írlandi. Talið er að möguleikar Bretlands hafi versnað til muna eftir úrslitaleik EM þar sem enskir stuðningsmenn urðu sér til skammar. Hvort FIFA sé tilbúið að halda mótið í tveimur löndum jafn langt frá hvort öðru og raun ber vitni verður hins vegar að koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira