Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 06:50 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útkomu flokkanna þriggja í kosningunum í september og hvort þeir myndi ríkisstjórn á nýjan leik, mögulega með aðkomu fjórða flokks. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira