Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2021 18:31 Frá aðgerðum lögreglu þegar kannabisverksmiðjan var stöðvuð fyrr á árinu. Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn. Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
„Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn.
Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01