Innlent

Níu milljarða snekkja á Pollinum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Satori er ekki fyrsta snekkjan sem kemur til Akureyrar í sumar.
Satori er ekki fyrsta snekkjan sem kemur til Akureyrar í sumar. Vísir/Tryggvi

Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu.

Snekkjan hefur verið við Akureyri undanfarna daga en á vef Vesselfinder má sjá að snekkjan hefur meðal annars haft viðkomu á Húsavík, Grundarfirði og Siglufirði síðustu daga.

Þetta er ekki fyrsta snekkjan sem heimsækir Eyjafjörð þetta árið en risasnekkjan A hafði viðkomu við Akureyri í vor, hún er þó öllu stærri en Satori, sem þó kostar skildinginn.

Snekkjan Satori var smíðuð árið 2018 og er virði hennar sagt vera 75 milljónir dollara, eða rúmlega níu milljarðar.

Snekkjan ku vera í eigu bandaríska auðkýfingsins Jay Alix, sem talinn er eiga eignir að virði 1,2 milljarða bandaríkjadala, um 150 milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði ráðgjafafyrirtækið Alix Partners sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem standa frammi fyrir gjaldþroti.

Hann settist þó í helgan stein árið 2000, aðeins 45 ára gamall, til þess að sjá um börn sín eftir að eiginkona hans lést sama ár, ef marka má frétt New York Times um Alix.


Tengdar fréttir

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×