Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar