Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 11:23 Britney Spears lýsti því fyrir dómara í gær að hún vilji kæra föður sinn fyrir misnotkun. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. „Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
„Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38
Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14