Lögreglan greindi frá því í gær að alvarlegt vinnuslys hafi átt sér stað þegar maður varð undir steini á byggingarsvæði í Reykjanesbæ. Tilkynning barst um slysið á öðrum tímanum í gær. Lögreglan og Vinnueftirlitið vinna nú að rannsókn málsins.
Maður látinn eftir vinnuslys í Reykjanesbæ

Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi í Reykjanesbæ í gær er látinn. Um er ræða karlmann á fimmtugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Tengdar fréttir

Maður varð undir steini á byggingarsvæði
Alvarlegt vinnuslys varð í dag þegar maður varð undir steini á byggingarsvæði.