Ásgarður að koma sterkur inn Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2021 13:13 Mynd: Árni Baldursson FB Við erum varla búin að setja inn frétt af svæðunum við Bíldsfell og Ásgarð í Soginu þegar góðar fréttir berast af hinum bakkanum. Þetta hefur greinilega verið farsæll morgun við Sogið því í morgun var fimm löxum landað við Ásgarð sem er flott veiði á þessum tíma. Nú fyrst er það sem mætti kalla besti tíminn að byrja í Soginu og það sem meira er, honum lýkur yfirleitt ekki fyrr á síðasta degi. Núna er auðvitað verið að veiða nýgengna laxa en þegar líður á fara yfirleitt stóru hængarnir á stjá og Sogið er einmitt þekkt fyrir að geyma þessa stóru hænga vel fram á haustið. Bleikjuveiðin í sumar hefur verið frábær á silungasvæðinu við Ásgarð og nokkur hundruð bleikjur komið þar á land, margar hverjar 5-6 punda, þykkar og vænar. Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Þetta hefur greinilega verið farsæll morgun við Sogið því í morgun var fimm löxum landað við Ásgarð sem er flott veiði á þessum tíma. Nú fyrst er það sem mætti kalla besti tíminn að byrja í Soginu og það sem meira er, honum lýkur yfirleitt ekki fyrr á síðasta degi. Núna er auðvitað verið að veiða nýgengna laxa en þegar líður á fara yfirleitt stóru hængarnir á stjá og Sogið er einmitt þekkt fyrir að geyma þessa stóru hænga vel fram á haustið. Bleikjuveiðin í sumar hefur verið frábær á silungasvæðinu við Ásgarð og nokkur hundruð bleikjur komið þar á land, margar hverjar 5-6 punda, þykkar og vænar.
Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði